Episodes
![#0 Listamenn kynning](https://pbcdn1.podbean.com/imglogo/image-logo/11265424/ListamennPodkast2WEB1600x1600_300x300.jpg)
Thursday Mar 04, 2021
#0 Listamenn kynning
Thursday Mar 04, 2021
Thursday Mar 04, 2021
Listamenn er nýtt hlaðvarp frá tónlistarmönnunum Valdimari Guðmundssyni og Erni Eldjárn í samstarfi við Hljóðkirkjuna.
Frá því að Valdimar var ungur spekúlant hefur honum þótt ofboðslega gaman að búa til lista. Listarnir gátu verið af ýmsum toga, meðal annars uppáhalds plötur frá ákveðinni hljómsveit, verstu illmenni bíómyndasögunnar eða jafnvel bara bestu tómatsósutegundirnar. Örn og Valdimar hafa ferðast mikið saman um landið í gegnum tíðina og hafa þeir því eytt löngum stundum með hvor öðrum í bíl. Á þessum ferðalögum hefur Valdimari tekist að smita Örn af þessu áhugamáli sínu og varð þetta að þeirra uppáhalds leik þegar bílferðirnar urðu langar. Nú ætla þeir félagar að gera þennan leik að hlaðvarpi og fyrir hvern þátt munu þeir búa til sitt hvorn topp 10 listann yfir alls konar hluti, hugtök og fyrirbæri og ræða um þá sín á milli.
Version: 20241125